Kakan: Þeytið saman eggin og sykurinn svo það verði ljóst og létt. Setjið öll blautefni útí, svo brætt smjörlíkið og svo þurrefnin. Bakið í þremur kökuformum við 180 gráður í u.þ.b. 20 mínútur. Sniðugt er að bræða súkkulaði (50-100 gr) og láta það leka á smjörpappír eins og maður væri að krassa með því, láta það harðna og setja svo ofan á kökuna til skreytingar. Kremið: Bræðið smjörlíkið í potti og bætið kakóinu útí, síðan volgu mjólkinni, flórsykrinum, dropunum og svo Bailey's eftir smekk. Kremið þykknar þegar það kólnar.
|